Greiðsluaðlögun - úrræði við skuldavanda
Á þessari síðu
Samningur
Það er gert ráð fyrir að þú haldir eignum þínum eins og fasteign eða bíl.
Samið er um allar skuldir sem voru stofnaðar áður en umsókn var samþykkt.
Samningur er samþykktur þegar allir kröfuhafar hafa samþykkt skilmála hans. Þegar samningur tekur gildi lýkur greiðsluskjóli.
Samningur gildir almennt 1 til 3 ár.
Samningsatriði
Niðurfelling skulda er framkvæmd í lok samnings.
Mánaðarlegar greiðslur: Þú borgar fasta mánaðarlega greiðslu til banka. Banki miðlar greiðslum til kröfuhafa
Lægri afborgun eða gjaldfrest: Þú borgar tímabundið lægri afborgun á veðkröfum, eins og veðkröfur vegna fasteigna- eða bílalána.
Skilmálabreytingar: Ýmsar breytingar á skilmálum samnings.
Samningur getur innihaldið eitt eða fleiri atriði.
Veðkröfur
Hægt er að semja u tímabundið lægri afborgun af veðkröfum eða gjaldfrest. Þetta á við um fasteignaveðkröfur og aðrar veðkröfur til dæmis vegna bílalána.
Sérstök úrræði
Sérstök úrræði gilda vegna skulda við opinbera aðila:
Námslán: Hægt er að semja um greiðslufrest á námslánum.
Vanskil, sem verða til áður en samningur er samþykktur, er bætt við höfuðstól námsláns.Meðlagsskuldir: Samið er um meðlagsskuldir samhliða samningi um greiðsluaðlögun
Vangreidd opinber gjöld: Samið er um vangreidd opinber gjöld í samniningi eða með gerð greiðsluætlunar hjá skattninum.
Sektir: Samið eru um sektir samhliða samningi, til dæmis með greiðsludreifingu hjá sýslumanni.
Samningur kemur ekki í veg fyrir að innheimtuaðili megi beita vararefsingu vegna fjársekta.Sakarkostnaður: Samið er um sakarkostnað í greiðsluaðlögunarsamningi.
Samningur fellur úr gildi
Samningur fellur sjálfkrafa úr gildi ef:
þú hefur ekki greitt af samningi í 6 mánuði og hefur ekki óskað eftir breytingu vegna aðstæðna
bú þitt er tekið til gjaldþrotsskipta
umsækjandi fellur frá
Til baka: Umsókn er samþykkt
Áfram: Eignir þínar
Þjónustuaðili
Umboðsmaður skuldara