Fara beint í efnið

Greiðsluaðlögun - úrræði við skuldavanda

Á þessari síðu

Ábyrgð og skyldur í greiðsluskjóli

Upplýsingar um hvað má og hvað má ekki í greiðsluskjóli

Þínar skyldur

  • leggja til hliðar af tekjum það sem er umfram framfærslukostnað

  • ekki láta af hendi, selja, gefa eða veðsetja verðmæti eða eignir sem gagnast geta sem greiðsla til kröfuhafa

  • ekki greiða af skuldum sem falla undir greiðsluaðlögun sem dæmi:

    • afborganir lána svo sem fasteignalán, bílalán, námslán

    • afborganir bílsasamninga

    • afborganir meðlagsskulda

  • þú þarf að greiða reikninga sem tengjast daglegum rekstri heimilisins

  • Þú þarf að greiða öll áfallandi opinber gjöld og meðlag

  • kröfur sem falla til í greiðsluskjóli

Skyldur kröfuhafa

  • kröfuhafi má ekki taka við eða krefjast greiðslu á kröfum sínum

  • kröfuhafi á ekki beita almennum innheimtuaðgerðum.

Greiðsluskjól hefur í för með sér að:

  • reikningum með yfirdráttarheimild verður lokað

  • kreditkortum með heimild verður lokað

  • beingreiðslur verða felldar niður

  • fjölgreiðslur á kreditkortum verða gjaldfelldar

  • greiðsluþjónustu verður lokað

Skipaður umsjónarmaður veitir ítarlegar leiðbeiningar um réttindi og skyldur í greiðsluskjóli


Til baka: Umsókn er samþykkt

Áfram: Ef umsókn er hafnað