Greiðsluaðlögun - úrræði við skuldavanda
Á þessari síðu
Almennt
Ef þú er í verulegum fjárhagsvanda getur þú fengið aðstoð við að ná heildarlausn á skuldavanda þínum. Í greiðsluaðlögun er samið um allar skuldir einstaklinga.
Markmið með greiðsluaðlögunar er að koma á samningi sem stuðlar að jafnvægi í fjárhag.
Greiðsluaðlögun leysir mögulega fjárhagsvanda umsækjanda án þess að þurfa að leita leiða á borð við gjaldþrotaskipti.
Greiðsluaðlögun er ókeypis.
Fyrir fólk í verulegum fjárhagsvanda
Greiðsluaðlögun er kostur fyrir fólk sem:
hefur margar fjárhagslegar skuldbindingar, til dæmis afborganir af mörgum lánum
sér ekki fram á að geta borgað skuldir sínar, til dæmis vegna þess að upphæðir afborgana (greiðslubyrði) er of há
Ef þú ert óviss hvort greiðsluaðlögun henti þér, getur þú haft samband við umboðsmann skuldara (UMS) í síma 512 6600
Þú getur einnig pantað símtal og fengið nánari upplýsingar um þjónustu umboðsmanns skuldara.
Kostir
Einstaklingur sýnir viðleitni til að semja og efna skuldbindingar sínar.
Ef greiðslugeta er til staðar borgar einstaklingur mánaðarlega upphæð til banka á meðan samningur er í gildi. Bankinn sem sér um að miðla greiðslum.
Mögulegt að gera ráð fyrir að umsækjandi haldi eignum eins og bíl og fasteign.
Kröfur ekki lengur í vanskilum.
Hægt er óska eftir breytingu á samningi ef aðstæður breytast á tímabili samnings.
Hvernig virkar greiðsluaðlögun?
Þú sækir um og UMS metur hvort þú uppfyllir skilyrði.
Ef umsókn er samþykkt hefur UMS milligöngu um að gera samning við þá sem þú skuldar (kröfuhafa).
Áfram: Umsóknarferlið
Þjónustuaðili
Umboðsmaður skuldara