Fara beint í efnið

Ráðgjöf vegna fjárhagsvanda

Á þessari síðu

Þú getur fengið ókeypis, óháða og einstaklingsbundna ráðgjöf vegna fjárhagsvanda. Ráðgjöf er alltaf veitt í trúnaði.

Fyrir alla

Allir geta lent í því að ráða ekki lengur við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Það er mikilvægt að þú leitir aðstoðar fyrr en seinna.

Ráðgjöf hentar ef þú:

  • hefur misst yfirsýn yfir fjárhagsstöðu þína

  • átt erfitt með að greiða af lánum og vilt vita hvernig á að bregðast við

  • hefur reynt að semja við kröfuhafa (fólki eða fyrirtæki sem þú skuldar pening)

  • sérð fram á að fjárhagsstaða þín muni versna og vilt bregðast við

Ef þú ert óviss hvort ráðgjöf gagnist þér, getur þú haft samband í síma 512 6600

Umsóknarferlið

Hjón og fólk í sambúð geta sótt um ráðgjöf saman.

Ráðgjöf vegna fjárhagsvanda

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.

Fylltu út formið eins vel og þú getur. Þú þarft ekki að fylla út alla reiti.

Fylgigögn

Þú þarft ekki að skila fylgigögnum með umsókn.

Í samráði við þig kallar ráðgjafi eftir nauðsynlegum gögnum og upplýsingum.

Eftir umsókn er send inn

Þú færð tölvupóst með staðfestingu og leyninúmeri.

Leyninúmerið er notað í samskiptum við Umboðsmann skuldara í síma og tölvupósti.

Þú færð símtal frá ráðgjafa þegar komið er að vinnslu umsóknar þinnar og framhaldið ákveðið.

Ráðgjafi aflar ekki upplýsinga og hefur ekki samband við kröfuhafa eða aðra án þess að hafa samband við þig.

Vinnslutími umsóknar er breytilegur.

Áfram

Lýsing á ráðgjöf