Ráðgjöf vegna fjárhagsvanda
Á þessari síðu
Lýsing á ráðgjöf
Ráðgjöf er einstaklingsbundin og getur verið allt frá að ná yfirsýn yfir peningamálin til leiðbeininga um lausnir vegna skulda eða greiðsluvanda.
Ráðgjafi er bundinn trúnaði og aðstoðar þig að þinni ósk og með þínu leyfi. Þú ert virkur þátttakandi í ferlinu.
Fyrsta samtalið
Ráðgjafi hefur samband við þig í síma.
Við munum ræða:
aðstæður þínar, svo við skiljum vandann
væntingar þínar til umsóknarinnar
Eftir fyrsta samtal ákveður þú í samráði við ráðgjafa hver næstu skref eru.
Ráðgjafi getur
aðstoðað þig við að fá yfirsýn yfir fjármál
athugað hvort það séu bætur eða réttindi sem þú getur sótt um
hjálpað þér að semja við kröfuhafa
sagt þér frá öðrum úrræðum sem þér standa til boða
Ráðgjafi getur ekki
aðstoðað við að sækja um lán
gefið leiðbeiningar um hvar skuli sækja um endurfjármögnun og með hvaða kjörum
aðstoðað við skattframtal
veitt lán til að greiða skuld
Þjónustuaðili
Umboðsmaður skuldara