Fara beint í efnið

Leiðir til að bæta fjármálin

Almennt

Fjármál snúast um að afla, ráðstafa og varðveita peninga eða önnur verðmæti. Við að skipuleggja fjármálin, eykur þú fjárhagslegt öryggi og ráðstöfunartekjur yfir ævina.

Byrjaðu strax

Aldrei er of seint að byrja að skipuleggja fjármál og ekki skiptir hvort þú:

  • varst að byrja að vinna inn pening

  • vilt nýta peninga betur og veist ekki hvert þeir fara

  • átt í vandræðum með að greiða reikninga

  • ert að skipuleggja stór kaup og sparar ekki reglulega

Náðu yfirsýn

Fyrsta skrefið er að átta sig á núverandi stöðu. Mikilvægt er að gera greiðsluáætlun og fá yfirsýn yfir:

  • heildartekjur

  • útgjöld og hvort það sé mögulegt að lækka þau

  • mismun á tekjum og útgjöldum og hvernig þú vilt ráðstafa þeim mismun

  • hvað þú þarf að gera til að ná fjárhagslegum markmiðum

Hægt er að nota heimilisbókhaldskjal (xls) og útgjaldadagbók (pdf) til stuðnings við að fá yfirsýn yfir tekjur, gjöld, eyðslu og fjármálin í heild.

Með yfirsýn og skipulagi á fjármálum er auðveldara að setja raunhæf fjárhagsleg markmið.

Forðastu að:

  • eyða umfram tekjur

  • taka óþarfa lán eða smálán

  • vera með lán í vanskilum

Áfram: Setja markmið