Fara beint í efnið

Leiðir til að bæta fjármálin

Setja markmið

Með því að hafa yfirsýn og skipulag á fjármálum er auðveldara að setja raunhæf fjárhagsleg markmið, sem gætu verið:

  • að eyða ekki umfram tiltekna fjárhæð í ákveðna útgjaldaliði

  • reglulegur markmiðasettur sparnaður (skammtíma og langtímamarkmið)

  • að greiða niður lán og skammtímaskuldir eða leggja inn á sparnaðarreikning

Dæmi um markmið

Markmiðssetning getur hjálpað þér að eiga fyrir útgjöldum sem ekki má sleppa, spara pening og vera betur búin undir áföll og óvæntar aðstæður.

Gott er að flokka markmið niður í tvo flokka:

Skammtímamarkmið

gæti verið að safna til að:

  • kaupa nýja tölvu

  • eiga varasjóð

  • borga niður yfirdrátt

  • fara í sumarfrí eða í skemmtanir

Langtímamarkmið

gæti verið að safna fyrir:

  • útborgun í íbúð

  • starfslokum

  • eða greiða hraðar niður fasteignalán

Áfram: Ef þú getur ekki borgað á réttum tíma