Fara beint í efnið

Leiðir til að bæta fjármálin

Ef þú getur ekki borgað á réttum tíma

Ef stefnir í vanskil getur þú leitað til þeirra sem þú skuldar (kröfuhafa) og athugað hvaða úrræði eru í boði. Einnig getur verið nauðsynlegt að forgangsraða greiðslum.

Forgangsraða greiðslum

Ef þú getur ekki staðið í skilum með allar skuldir þarf að forgangsraða greiðslum.

  • Í forgangi ættu að vera útgjöld tengd heimilinu, eins og afborganir veðlána og húsaleiga, greiðslur fasteignagjalda og orkureikningar.

  • Öðru má forgangsraða sem dæmi með að greiða fyrst minnstu kröfuna eða greiða inn á kröfur með hæstu vexti og kostnað.

Ef greiðsluvandi er:

  • tímabundinn er hægt að kanna möguleika á að semja um frestun greiðslna, vaxtagreiðslna eða um skilmálabreytingar.

  • viðvarandi eða fyrirséður er hægt að fá ráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara.