Fara beint í efnið

Greiðsluaðlögun - úrræði við skuldavanda

Á þessari síðu

Umsóknarferlið

Þú fyllir út umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda.

Til þess að sækja um þarft þú:

  • rafræn skilríki

  • símanúmer

  • tölvupóstfang

Aðstoð vegna fjárhagsvanda

Fylltu út formið eins vel og þú getur. Þú þarft ekki að fylla út í alla reiti.

Þú þarft að staðfesta:

  • samskiptaupplýsingar, tölvupóstfang og símanúmer

  • að þú hafir kynnt þér upplýsingar um gagnaöflun

Fylgigögn

Þú þarft ekki að skila fylgigögnum með umsókn.

Í samráði við þig kallar ráðgjafi eftir nauðsynlegum gögnum og upplýsingum.

Eftir umsókn er send inn

Þú færð:

  • tölvupóst með staðfestingu og leyninúmeri sem er notað í samskiptum við umboðsmann skuldara í síma og tölvupósti.

  • símtal frá ráðgjafa þegar komið er að vinnslu umsóknar þinnar og framhaldið ákveðið.

Ráðgjafi aflar ekki upplýsinga og hefur ekki samband við kröfuhafa eða aðra án samþykkis.


Til baka: Greiðsluaðlögun

Áfram: Umsókn er samþykkt