Fara beint í efnið

Greiðsluáætlun - greiðsludreifing fyrir skatta, gjöld og sektir

Umsókn um greiðsluáætlun

Greiðsluáætlun er áætlun um greiðsludreifingu fyrir skatta, gjöld og sektir. Áætlunin er meðal annars gerð í því skyni að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum. Greiðsluáætlun er því ekki samningur um lækkun eða niðurfellingu krafna heldur sýnir hún hvernig gjaldfallnar kröfur skulu greiddar með greiðsludreifingu. 

Hingað til hafa greiðendur þurft að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs til að gera greiðsluáætlun en nú geta greiðendur gert greiðsluáætlun í sjálfsafgreiðslu þegar þeim hentar best. 

Skilyrði greiðsluáætlana í sjálfsafgreiðslu:

  • Sjálfsafgreiðsla er opin þeim sem skulda eingöngu nýlega skatta

    • Fyrir einstaklinga mega skuldirnar ekki vera hærri en 2.000.000

    • Fyrir fyrirtæki mega skuldirnar ekki vera hærri en 10.000.000

  • Eingöngu er hægt að gera greiðsluáætlun um lækkun launaafdráttar vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda.

  • Greiðsluáætlun á Ísland.is er aðeins hægt að gera ef framtali og skilagreinum hefur verið skilað á réttum tíma. Fyrirtæki þurfa auk þess að vera búin að skila inn ársreikningum.

  • Ekki er hægt að gera greiðsluáætlun um kröfur sem eru komnar í vanskilainnheimtu.

  • Ekki er hægt að gera greiðsluáætlun um allar skatttegundir.

Greiðendur sem ekki geta eða vilja ekki gera greiðsluáætlun í sjálfsafgreiðslu er bent á að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs og sækja um greiðsluáætlun hjá honum.

Umsókn um greiðsluáætlun

Þjónustuaðili

Skatt­urinn