Fara beint í efnið

Greiðsluáætlun - greiðsludreifing fyrir skatta, gjöld og sektir

Umsókn um greiðsluáætlun

Persónuvernd

Vinnsla persónuupplýsinga vegna umsóknar um gerð rafrænnar greiðsluáætlunar

Skatturinn, sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins, Fjársýsla ríkisins og Fjármála- og efnahagsráðuneytið er hvert um sig ábyrgðaraðili að tilteknum þáttum vinnslu persónuupplýsinga vegna rafrænna greiðsluáætlana.

Skatturinn og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins eru innheimtumenn ríkissjóðs, sbr. 1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Innheimtumönnum ríkissjóðs er heimilt að gera greiðsluáætlun við gjaldanda um skatta, gjöld og sektir að beiðni gjaldanda, sbr. 12. gr. laga nr. 150/2019.

Til þess að leggja mat á umsókn um rafræna greiðsluáætlun er nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar en tilgangur vinnslunnar er að gera gjaldanda kleift að gera greiðsluáætlun i gegnum rafræna gátt. Í umsókninni er unnið með nafn, kennitölu, stöðu krafna hjá innheimtumönnum og tekjur gjaldanda.

Samkvæmt 11. gr. laga nr. 150/2019 ber launagreiðanda að draga af launum opinber gjöld utan staðgreiðslu, þ.e. þing- og sveitarsjóðsgjöld. Í þeim tilvikum sem verið er að gera greiðsluáætlun um launaafdrátt er einnig unnið með upplýsingar um meðlagsgreiðslur og nafn launagreiðanda.

Þær persónuupplýsingar sem unnið er með eru fengnar úr kerfum Þjóðskrár, Skattsins, sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins og frá Innheimtustofnun sveitarfélaga ef við á.

Þegar umsókn er stofnuð á vef Ísland.is er framangreindum gögnum og upplýsingum safnað og þær geymdar til miðnættis í kerfum Ísland.is. Þegar umsókn hefur verið lokið er hún og fylgigögn hennar send hlutaðeigandi embætti, annaðhvort Skattinum eða sýslumanns embætti, til afgreiðslu. Gögnin eru geymd í kerfum Ísland.is til miðnættis eftir að þau hafa verið send inn.

Í persónuverndarstefnum ábyrgðaraðilanna má fræðast frekar um meðferð embættanna á persónuupplýsingum og réttindi hinna skráðu. Þar má m.a. finna upplýsingar um geymslutíma persónuupplýsinga, kærurétt til Persónuverndar og rétt til aðgangs að gögnum.

Persónuverndarstefna FJS | Persónuverndarstefna | Um Fjársýsluna | Fjársýsla ríkisins

Persónuverndarstefna ríkisskattstjóra | Persónuverndarstefna | Skatturinn - skattar og gjöld

Persónuverndarstefna sýslumanna | Sýslumenn (island.is)

Persónuverndarstefna Stafræns Íslands | Persónuverndarstefna Stjórnarráðsins

Umsókn um greiðsluáætlun

Þjónustuaðili

Skatt­urinn