Greiðsluáætlun - greiðsludreifing fyrir skatta, gjöld og sektir
Dráttarvextir
Lögboðnir dráttarvextir leggjast á skatta og gjöld þrátt fyrir að um þau hafi verið gerð greiðsluáætlun. Greiðsluáætlun kemur ekki í veg fyrir að dráttarvextir haldi áfram að leggjast á með lögbundum hætti á kröfur sem eru í greiðsluáætluninni.
Það er því til hagsbóta fyrir gjaldanda að greiða gjöld í vanskilum sem fyrst. Því lengur sem skuld er ógreidd, þeim mun lengur ber hún dráttarvexti. Langur gildistími og endurteknar endurnýjanir leiða til hærri vaxtakostnaðar og óhagræðis.
Þjónustuaðili
Skatturinn