Fara beint í efnið

Sjúkratryggingar við flutning til Íslands

Læknisþjónusta á vinnslutíma umsóknar um sjúkratryggingu

Umsækjandi er ósjúkratryggður meðan beðið er eftir niðurstöðu umsóknar.

Þurfi þeir á læknisþjónustu að halda á vinnslutíma umsóknar geta þeir

  • Framvísað evrópska sjúkratryggingakortinu frá fyrra búsetulandi, hafi þeir slík kort, og þá greitt sem sjúkratryggðir

  • Greitt sem ósjúkratryggðir og sótt um endurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum þegar búið er að samþykkja afturvirka sjúkratryggingu. Þá þarf að senda inn umsókn um endurgreiðslu á innlendum sjúkrakostnaði ásamt reikningum og greiðslustaðfestingu í gegnum Gagnaskil einstaklinga - Lækniskostnaður innanlands



Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar