Fara beint í efnið

Sjúkratryggingar við flutning til Íslands

Útsendir starfsmenn til Íslands

Ríkisborgarar EES lands, Sviss og Bretlands sem sendir eru til starfa tímabundið á Íslandi af vinnuveitanda sínum eða eru sjálfstætt starfandi geta verið áfram tryggðir í almannatryggingum landsins sem komið er frá.

Skila þarf inn S1 vottorði til Sjúkratrygginga frá tryggingalandi sínu til að fá sjúkratryggingu á Íslandi. Grundvöllur útgáfu S1 vottorðs er A1 vottorð sem staðfestir að starfsmaður falli undir almannatryggingalöggjöf útgáfulandsins.

S1 vottorð er staðfesting á að einstaklingur er sjúkratryggður í útgáfulandinu og jafnframt beiðni um að einstaklingur verði sjúkratryggður í viðtökulandinu á kostnað útgáfulands.

S1 vottorðið er skráð inní tryggingaskrá á Íslandi og kemur einstaklingur því upp sem sjúkratryggður í kerfum hjá heilbrigðsveitendum á Íslandi. Einstaklingur fær því sama rétt og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi á meðan S1 vottorð er í gildi.

Hafi einstaklingur ekki fengið útgefið S1 vottorð ásamt A1 vottorði geta Sjúkratryggingar óskað eftir vottorðinu fyrir einstaklinginn. Hafa þarf samband við alþjóðamál Sjúkratrygginga og leggja inn beiðni um slíkt.

Hægt er að skila inn S1 vottorðum á tölvupósti (international@sjukra.is) eða póstleiðis (Sjúkratryggingar, alþjóðamál, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík).

Sé einstaklingur með skráð S1 vottorð þá hefur hann rétt á að fá alla þjónustu sem sjúkratryggður einstaklingur á Íslandi og þarf því ekki að notast við ES kortið hér á landi.

Ólíkar reglur gilda um atvinnu- og dvalarleyfi eftir því hvort fólk kemur frá ríkjum innan eða utan EES.

Útlendingastofnun sér um útgáfu atvinnu- og dvalarleyfa.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar