Fara beint í efnið

Almennt gildir að einstaklingur fær sjúkratryggingu sex mánuðum eftir að hann skráir lögheimili sitt í þjóðskrá. Það þýðir að fyrstu sex mánuðinu eru einstaklingar ósjúkratryggðir og greiða fullt gjald fyrir læknisþjónustu hér á landi. Algengt er að einstaklingar tali við einkatryggingafélög til að sjúkratryggja sig fyrstu sex mánuðina.


Undantekningar

Mögulegt er að komast hjá sex mánaða biðtímanum í eftirfarandi tilvikum:

Einstaklingar frá EES landi, Bretlandi eða Sviss

Einstaklingar sem voru tryggðir í almannatryggingakerfinu í fyrra búsetulandi geta komist hjá biðtímanum. Ekki er nóg að hafa verið með einkatryggingar.

Umsækjandi þarf að

Makar og börn

Skráður maki og börn (yngri en 18 ára) einstaklings sem er með ríkisfang innan EES og sjúkratryggður á Íslandi geta átt rétt á sjúkratryggingu án sex mánaða biðtíma.

Þetta þýðir með öðrum orðum að tryggingaréttindi almannatryggingakerfa flytjast með einstaklingum milli EES landa, Sviss og Bretlands.

Einstaklingar sem eru að flytja aftur til Íslands frá Norðurlöndunum

  • innan 12 mánaða verða sjálfkrafa sjúkratryggðir við lögheimilisskráningu í Þjóðskrá. Ekki þörf á að skila inn umsókn um sjúkratryggingu.

  • eftir lengri fjarveru en 12 mánuði þurfa að sækja um sjúkratryggingu

Námsmenn

Námsmenn sem flytja lögheimili sitt aftur til Íslands

  • innan sex mánaða frá námslokum geta skilað inn staðfestingu á námi ásamt því að sækja um sjúkratryggingu. Þeir verða tryggðir frá og með þeim degi þegar lögheimili er skráð.

  • þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá námslokum þarf að sækja um sjúkratryggingu og fara á sex mánaða biðtíma meðan beðið er eftir svari.

Læknisfræðilegar undanþágur

Til eru læknisfræðilegar undanþágur sem veita fólki rétt á sjúkratryggingu án þess að uppfylla öll skilyrði. Þessar undanþágur eru:

  • Þegar um er að ræða einstakling sem íslensk sóttvarnaryfirvöld krefjast að undirgangist skoðun og/eða rannsókn vegna gruns um alvarlegan smitsjúkdóm eða ef staðfest er að viðkomandi hafi veikst af slíkum sjúkdómi og að nauðsynlegt er að hefja meðferð án tafar. Undanþágan tekur einungis til greiningar og meðferðar sbr. sóttvarnarlög og reglugerðir á grundvelli þeirra.

  • Þegar um er að ræða nýrnasjúkling sem þarfnast reglulega meðferðar í nýrnavél eða sjúkling sem þarfnast súrefnis. Undanþágan tekur einungis til nefndrar meðferðar.

  • Þegar um er að ræða einstakling sem haldinn er lífshættulegum sjúkdómi og flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu, enda hafi hann áður verið búsettur hér á landi í a.m.k. 20 ár og eigi hér nána ættingja. Sama á við um barn undir 20 ára aldri sem haldið er lífshættulegum sjúkdómi og flytur hingað til lands með foreldrum eða foreldri sem uppfyllir framangreint skilyrði um búsetu.


Ef þú telur eitthvað af þessu eiga við þig, hafið samband við alþjóðamál. Læknisvottorð þarf að fylgja umsókninni sem rökstyður undanþáguna.

  • Athugið að það getur tekið tíma að fá fyrri réttindi staðfest en þegar staðfesting er komin verður einstaklingur tryggður frá þeim degi sem hann er skráður í þjóðskrá.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar