Social Insurance Administration: Other services TR
Who can apply for an A1 certificate?
Útsendur starfsmaður.
Einstaklingur sem er sendur af vinnuveitanda hér á landi til að starfa tímabundið í öðru EES- landi getur fengið A1- vottorð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum:
Tryggingastofnun gefur út vottorðið sem staðfestir að íslensk almannatryggingalöggjöf gildi á útsendingartíma.
Áætlaður dvalartími má ekki vera lengri en 24 mánuðir.
Sömu skilyrði gilda fyrir starfsfólk starfsmannaleigufyrirtækja.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar
Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta sótt um A1-vottorð þegar þeir stunda sambærilega starfsemi í öðru EES-landi og þeir stunda í heimalandi sínu.
Áætlaður dvalartími má ekki vera lengri en í 24 mánuði.
Launþegar sem starfa í fleiri en einu EES-landi
Launþegi getur heyrt undir löggjöf:
Búsetulands síns,
Þess lands þar sem starfstöð vinnuveitanda er skráð, eða
Þess lands þar sem meginstarfsemi atvinnurekanda fer fram.
Starfsfólk Tryggingastofnunar metur skilyrðin í hverju tilviki.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar sem starfa í fleiri en einu EES-landi
Sjálfstætt starfandi einstaklingur getur heyrt undir löggjöf:
Búsetulands síns,
eða starfslands.
Viðkomandi þarf að sýna fram á að starfsemin sem stunduð er í öðru EES-landi sé sambærileg þeirri sem stunduð er á Íslandi.
Starfsfólk Tryggingastofnunar metur skilyrðin í hverju tilviki.
Opinberir starfsmenn
Opinberir starfsmenn sem starfa erlendis falla undir sömu almannatryggingalöggjöf og þau stjórnvöld sem þeir starfa fyrir.
Íslenskir embættismenn sem starfa erlendis fyrir íslenska ríkið falla því undir íslenskar almannatryggingar.
Athugið: Skilyrði geta verið mismunandi eftir eðli starfs og því mikilvægt að sækja um tímanlega og veita allar nauðsynlegar upplýsingar.