Fara beint í efnið

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta fengið útgefið meistarabréf?

Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði til að geta fengið útgefið meistarabréf:

  • Vera íslenskur ríkisborgari, færeyskur ríkisborgari eða ríkisborgari aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang. 

  • Hafa lokið sveinsprófi í iðngreininni.

  • Hafa unnið undir stjórn meistara í eitt ár minnst frá því að sveinsprófi var lokið.

    • Eigi sveinn ekki völ á starfi undir stjórn meistara í nýrri iðngrein sinni fyrstu fimm árin eftir löggildingu hennar telst tveggja ára starf hans í þeirri grein jafngilt starfi meistara en sýslumaður skal gefa viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. Landssamtökum meistara og sveina, kost á að segja álit sitt á því hvort völ sé á slíku starfi. Sama gildir í iðngreinum þar sem ekki er starfandi meistari eða þar sem sveinn á af öðrum ástæðum sannanlega engan kost á starfi undir stjórn meistara.

  • Hafa lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla.

  • Vera lögráða.

  • Hafa forræði á búi sínu.

  • Fullnægir að öðru leyti skilyrðum þeim, sem sett eru í lög um handiðnað.

Gjald fyrir útgáfu meistarabréfs eru 12.000 krónur.

Hér má finna nánari upplýsingar um útgáfu meistarabréfa.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?