Fara beint í efnið

Meistarabréf í iðngrein

Umsókn um meistarabréf

Sýslumaður sér um útgáfu meistarabréfa til þeirra sem sækja um og uppfylla skilyrði skv. lögum um handiðnað. Meistarabréf veitir handhafa þess rétt til að reka sjálfstæða atvinnustarfsemi í viðkomandi iðngrein, taka nemendur til náms í greininni og kalla sig meistara. 

Listi yfir löggiltar iðngreinar

Það þarf því að sækja um meistarabréf að loknu námi í meistaraskóla til þess sýslumanns þar sem umsækjandi á lögheimili.

Kostnaður

Gjald fyrir útgáfu meistarabréfs er 12.000 krónur.

Skilyrði

Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði til að geta fengið útgefið meistarabréf:

  • Vera íslenskur ríkisborgari, færeyskur ríkisborgari eða ríkisborgari aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang. 

  • Hafa lokið sveinsprófi í iðngreininni.

  • Hafa unnið undir stjórn meistara í eitt ár minnst frá því að sveinsprófi var lokið.

    • Eigi sveinn ekki völ á starfi undir stjórn meistara í nýrri iðngrein sinni fyrstu fimm árin eftir löggildingu hennar telst tveggja ára starf hans í þeirri grein jafngilt starfi meistara en sýslumaður skal gefa viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. Landssamtökum meistara og sveina, kost á að segja álit sitt á því hvort völ sé á slíku starfi. Sama gildir í iðngreinum þar sem ekki er starfandi meistari eða þar sem sveinn á af öðrum ástæðum sannanlega engan kost á starfi undir stjórn meistara.

  • Hafa lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla.

  • Vera lögráða.

  • Hafa forræði á búi sínu.

  • Fullnægir að öðru leyti skilyrðum þeim, sem sett eru í lög um handiðnað.

Umsóknarferli

Fylgigögn

Til að sækja um meistarabréf þarf að hafa sveinsbréf, vottorð um vinnutíma hjá meistara og prófskírteini klárt á rafrænu formi.

  • Sveinsbréf - senda sem pdf skrá með umsókn

  • Prófskírteini meistaraskóla, - senda sem pdf skrá með umsókn

  • Vottorð um vinnutíma frá meistara - leiðbeinandi meistari þarf að fylla út. Hann getur undirritað með rafrænum skilríkjum eða prentað út, undirritað og skilað inn til viðkomandi sýslumanns. 

  • Búsforræðisvottorð til sönnunar þess að umsækjandi hafi forræði á búi sínu en það er sótt sjálfvirkt með leyfi umsækjanda.

Ferli

Sýslumaður hefur samband við umsækjanda þegar öll gögn hafa borist. 
Sækja má meistarabréfið óútfyllt á skrifstofu sýslumanns og greiða fyrir. 
Umsækjandi ber sjálfur ábyrgð á að fá textann skrautritaðann á bréfið. Að því loknu skal koma með bréfið til sýslumanns til undirritunar. Sýslumaður tekur síðan ljósrit af bréfinu til geymslu.

Endurútgáfa meistarabréfa

Heimilt er að endurútgefa meistarabréf í löggiltri iðngrein sem breytt hefur verið um heiti á og skal þá notast við heiti iðngreinarinnar samkvæmt gildandi reglugerð. Glati einstaklingur meistarabréfi sínu þá er það almennt ekki endurútgefið heldur er unnt að fá staðfestingu frá sýslumanni um að viðkomandi hafi fengið útgefið meistarabréf í löggiltri iðngrein á tiltekinni dagsetningu.

Kærufrestur

Heimilt er að kæra ákvörðun sýslumanns til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku, samkvæmt lögum um handiðnað og stjórnsýslulaga. Enn fremur getur umsækjandi leitað úrskurðar dómstóla samkvæmt iðnaðarlögum.

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki má nálgast umsókn á pdf formi hér

Lög og reglugerðir

Lög nr. 42/1978 um handiðnað
Reglugerð nr. 940/1999 um löggiltar iðngreinar
Lög nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs

Umsókn um meistarabréf

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15