Búsforræðisvottorð
Búsforræðisvottorð er vottorð um að viðkomandi aðili er ekki í gjaldþrotaskiptameðferð hjá héraðsdómstólunum.
Búsforræðisvottorð eru gefin út af héraðsdómstólunum. Í þeim tilfellum þar sem bú umsækjanda er til gjaldþrotaskiptameðferðar eða þörf er á nánari upplýsingum, þarf að hafa samband við héraðsdómstól þar sem viðkomandi einstaklingur á lögheimili. Sjá nánari upplýsingar um héraðsdómstólana.
Útgáfa vottorðsins kostar 2.500 kr.
Umsóknaferli
Vinsamlegast athugið að ef sótt er um í nafni fyrirtækis þarf prókúruhafi fyrirtækisins að sækja um, nálgast má upplýsingar um prókúruskráningu hjá Skattinum.
Þjónustuaðili
Dómstólar