Fara beint í efnið

Búsforræðisvottorð

Búsforræðisvottorð er vottorð um það að viðkomandi aðili hafi forræði á búi sínu, það er, hafi ekki verið gerður gjaldþrota.

Beiðni um búsforræðisvottorð skal beina til þess héraðsdómstóls þar sem umsækjandi á lögheimili.

Útgáfa vottorðsins kostar 2.500 kr.

Einnig er hægt að sækja búsforræðisvottorð með rafrænum hætti á vef Héraðsdómstólanna.

Framvísa þarf búsforræðisvottorði þegar sótt er um margs konar leyfi, svo sem við stofnun fyrirtækja eða setu í stjórnum fyrirtækja.

Efnisyfirlit