Fara beint í efnið

Þarf að sækja um leyfi til að reka happdrætti?

Já. Það þarf leyfi frá sýslumanni til að reka happdrætti, nema þegar lög segja til um annað.

Happdrætti þar sem spilað er um pening eða ígildi peninga má ekki reka nema samkvæmt sérstökum heimildum í lögum. Þessar heimildir eiga til dæmis við um: 

  • Happdrætti Háskóla Íslands

  • Happdrætti DAS 

  • Söfnunarkassa

Undanþágur

Það þarf ekki leyfi fyrir happdrætti sem félag eða hópur stendur fyrir á árshátíðum eða álíka samkomum sem ekki eru opnar almenningi. Tilgangur samkomunnar má þó ekki eingöngu vera sá að afla fjár til tiltekins málefnis. 

  • Vinningarnir mega einungis vera vörur eða þjónusta, en ekki peningar. 

  • Hámarksfjárhæð samanlagðra verðmæta vinninga má ekki vera meiri en 1.000.000 kr. ef fjöldi á samkomunni er undir 500 manns, en annars 2.000.000 kr. 

  • Vinningana verður að draga út á samkomunni. 

Það þarf ekki leyfi fyrir eftirfarandi happdrættum ef kostnaður vegna þátttöku nemur ekki hærri fjárhæð en þreföldum raunverulegum kostnaði:

  • Kaupaukahappdrætti: Þegar gefinn er kostur á þátttöku í happdrætti við kaup á vöru eða þjónustu án endurgjalds. 

  • Auglýsingahappdrætti: Happdrætti sem er tengt við kynningu á vöru eða vörumerki án endurgjalds. 

  • Þekkingarhappdrætti: Þátttakandi svarar spurningum til dæmis með því að hringja inn í útvarpsþátt.

  • Ágiskunarhappdrætti: Þátttakandi greiðir ákveðið verð fyrir þátttöku og skilar ágiskun á úrslit í keppni (þó ekki íþróttakeppni) eða hvers kyns atvik eða atburð. 

Greiða þarf 11.000 krónur í leyfisgjald við útgáfu happdrættisleyfis.

Hér má finna nánari upplýsingar um umsókn um happdrættisleyfi.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?