Fara beint í efnið

Hvaða skatta greiði ég af heimagistingu?

Tekjur einstaklinga af útleigu sem fellur undir heimagistingu teljast vera fjármagnstekjur og eru skattlagðar á sama hátt og aðrar slíkar tekjur. Ekki er heimilt að færa neinn frádrátt á móti tekjunum. Gera þarf grein fyrir tekjunum í skattframtali (reitur 511) og er skatturinn ákvarðaður við álagningu. 
Hámarksfjárhæð tekna af heimagistingu getur ekki orðið hærri en 2.000.000 kr. á ári og er þá miðað við tekjur samtals ef um er að ræða útleigu á fleiri en einni eign. Fari fjárhæðin umfram 2.000.000 kr. telst vera um að ræða tekjur af atvinnurekstri og þarf að gera grein fyrir þeim í skattframtali sem slíkum.  Frekari upplýsingar um fjármagnstekjur má finna hér: https://www.rsk.is/einstaklingar/fjarmagnstekjur/

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?