Fara beint í efnið

Ég er að sækja um útgáfu meistarbréfs í iðngrein. Hvaða gögn þurfa að fylgja?

Til að sækja um meistarabréf þarf að hafa sveinsbréf, vottorð um vinnutíma hjá meistara og prófskírteini klárt á rafrænu formi.

  • Sveinsbréf - senda sem pdf skrá með umsókn

  • Prófskírteini meistaraskóla, - senda sem pdf skrá með umsókn

  • Vottorð um vinnutíma frá meistara - leiðbeinandi meistari þarf að fylla út. Hann getur undirritað með rafrænum skilríkjum eða prentað út, undirritað og skilað inn til viðkomandi sýslumanns. 

  • Búsforræðisvottorð til sönnunar þess að umsækjandi hafi forræði á búi sínu en það er sótt sjálfvirkt með leyfi umsækjanda.

Gjald fyrir útgáfu meistarabréfs eru 12.000 krónur.

Hér má finna nánari upplýsingar um útgáfu meistarabréfa.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?