Fara beint í efnið

Hvað er greitt fyrir tannlækningar vegna fæðingargalla, slysa og sjúkdóma?

Nauðsynleg meðferð vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma, sem ekki er faglega rétt að veita fyrr en eftir 17 ára aldur, greiðist af Sjúkratryggingum samkvæmt gjaldskrá fyrir tannlækningar barna.

Ef um meðfædda galla, sjúkdóma eða slys er að ræða hjá lífeyrisþegum, er greitt 80% af gjaldskrá lífeyrisþega.

Ef um meðfædda galla, sjúkdóma eða slys er að ræða hjá langveikum er greiddur kostnaður tannlæknis (tannsmiðs) upp að ákveðnu hámarki. Sjá nánari upplýsingar hér.

Hjá ungmennum 18 - 23 ára er greitt 100% vegna nauðsynlegra meðferða hjá tannlækni vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa sem upp koma fyrir 18 ára aldur en ekki er faglega rétt að sinna fyrr en eftir að fullum beinþroska er náð.

Hjá öðrum sjúkratryggðum vegna alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, sjúkdóma eða slysa í frístundum er að ræða og slys er ekki greitt af þriðja aðila/tryggingafélagi,er greitt 80% af gjaldskrá sem samið hefur verið um. Sjá nánar hér.

Reglur slysatrygginga gilda um tanntjón í vinnuslysum. Í alvarlegum tilvikum sem tilgreind eru í reglugerð undir Tannlækningar, er greitt 95% kostnaðar af gjaldskrá tannlæknis. Sjá nánari upplýsingar hér.







Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?