Sjúkratryggingar: Tannlækningar
Á ég rétt á endurgreiðslu/styrk vegna tannréttinga?
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við nauðsynlegar tannréttingar barna og ungmenna.
Skilyrði eru:
Að meðferð sé með föstum tækjum (spöngum) á að minnsta kosti 10 fullorðinstennur í góm
Að þjónustan sé veitt af sérfræðingi í tannréttingum
Að meðferð með föstum tækjum hefjist fyrir 21 árs aldur
Að viðkomandi hafi ekki áður fengið styrk vegna tannréttinga
Styrkupphæð:
Meðferð í annan góm: 310.000 kr
Meðferð í báða góma: 460.000 kr
Tannlæknar senda umsóknir rafrænt til Sjúkratrygginga fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Styrkurinn er greiddur til tannréttingasérfræðings jafn óðum og kostnaður fellur til, uns styrkupphæðin er að fullu greidd. Sjá nánari upplýsingar hér.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?