Fara beint í efnið

Hver borgar tannlæknareikning fyrir einstakling á hjúkrunarheimili?

Ef einstaklingur á hjúkrunarheimili er langveikur eða ljóst að dvölin verður varanleg greiða Sjúkratryggingar 100%, annars greiðir sjúklingur sinn hlut skv. reglum um lífeyrisþega. Sjá hér.

Langveikur: Elli- eða örorkulífeyrisþegi sem dvelst lengur en í mánuð samfellt á sjúkrahúsi sem er á föstum fjárlögum og dvölin hefur varað lengur en sex mánuði undanfarna tólf mánuði. Sama á við ef ljóst er frá upphafi að um varanlega dvöl á hjúkrunarheimili eða í hjúkrunarrými öldrunarstofnunar er að ræða, sbr. 4. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?