Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fæ ég endurgreitt frá Sjúkratryggingum?

Tannlæknar á Íslandi senda reikning rafrænt til Sjúkratrygginga sem borga tannlækni beint upphæð greiðsluþátttökunnar. Tannlæknir rukkar síðan viðskiptavin um mismuninn. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga er því lækkun á reikningnum þínum en ekki endurgreiðsla.

Ef tannlæknameðferð er sótt erlendis (innan EES, Bretlands eða Sviss) greiðir þú fyrir meðferðina og sendir Sjúkratryggingum umsókn og gögn, sjá nánar hér.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?