Fara beint í efnið

Ég er sjómaður 60 - 66 ára. Á ég rétt á greiðsluþátttöku í tannlækningum?

Ef þú hefur starfað til sjós í 25 ár og uppfyllir 8. og 9. málsgrein 17. greinar laga nr. 100/2007 er hægt að sækja um að njóta réttinda sem aldraður þó svo þú sért ekki farinn að taka lífeyri hjá TR. Til þess þarftu að leggja fram gögn um sjósókn sem hægt er að nálgast hjá Samgöngustofu. Umsókn ásamt gögnum sem staðfesta réttindin skal senda á laeknareikningar@sjukra.is

Ef þú hefur hafið töku á fullum lífeyri frá TR þarftu ekki að skila inn neinum gögnum til Sjúkratrygginga.


Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?