Sjúkratryggingar: Réttindi á milli landa
Ég flutti til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir ári síðan en hef ekki enn fært lögheimili mitt til Íslands. Þegar ég færi lögheimilið mitt til íslands, verð ég þá sjúkratryggð/ur aftur til komudags til Íslands einu ári áður?
Þegar lögheimili er flutt til Íslands frá landi utan EES, líða 6 mánuðir áður en sjúkratrygging tekur gildi og er þá ekki greiðsluþátttaka fyrir læknisþjónustu aftur í tímann. Ekki þarf að senda umsókn um sjúkratryggingu í slíkum tilfellum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?