Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Lán til einstaklinga
Hvað mega íbúðir sem keyptar eru með hlutdeildarláni kosta?
Hámarksverð íbúðarinnar miðast við fermetra- og herbergjafjölda. Það fer eftir landsvæðum hver stærðar- og verðmörkin eru.
Íbúðin getur verið með einu svefnherbergi umfram þörf fjölskyldunnar. Fjölskyldustærð er metin út frá fjölda barna eða ungmenna undir 20 ára sem búa á heimilinu auk umsækjanda.
Ef þörf er á aukaherbergi fyrir aðstoðarfólk vegna fötlunar er það tekið til greina við mat á fjölskyldustærð.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?