Fara beint í efnið

Ísland.is

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.

Um lögregluna

Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu.

Lögregla skal í störfum sínum hafa í heiðri þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.

Tölfræðiupplýsingar um lögregluna - mælaborð

Police Statistic - Dashboard

island

Á Íslandi eru 9 lögregluumdæmi sem hvert hefur sinn lögreglustjóra sem fara með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra, í samræmi við ákvæði lögreglu­laga og reglugerð þessa. Ríkislögreglustjóri hefur með höndum samhæfingu og samræmingu í störfum lögreglu og annast ákveðna miðlæga þjónustu við lögregluembættin. Æðsti yfirmaður lögreglu á Íslandi er dómsmálaráðherra. Í því felst að ráðherra fer með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart lögreglu á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands, lögreglulaga og laga um meðferð sakamála, en hefur ekki afskipti af einstökum lögreglu­aðgerðum eða rannsókn einstakra sakamála.

Lögregluumdæmin 9 eru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, lögreglan í Vestmannaeyjum, lögreglan á Suðurlandi, lögreglan á Austurlandi, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Norðurlandi vestra, lögreglan á Vestfjörðum og lögreglan á vesturlandi.

Ríkislögreglustjóri annast alþjóðasamvinnu og samstarf á sviði löggæslu- og öryggismála, svo sem innan Norðurlandanna, evrópsku lögreglunnar Europol og samtaka alþjóðalögreglunnar Inter­pol. Ríkislögreglustjóri er tengiliður lögreglu í lögreglu- og öryggisþjónustusamstarfi við önnur ríki.

Ríkislögreglustjóri er þjónustu- og tengslaskrifstofa fyrir íslensk og erlend lögregluembætti vegna alþjóðlegs lögreglu- og landamærasamstarfs. Embætti ríkislögreglustjóra starfrækir Schengen-upplýsingakerfin, eins og nánar er kveðið á um í viðeigandi reglugerðum, fer með SIRENE-skrif­stofu vegna Schengen-samstarfsins og er landsskrifstofa Íslands vegna Interpol, Europol og Landa­mæra- og strandgæslustofnunar Evrópu (Frontex).

Ríkislögreglustjóri fer með yfirstjórn mála varðandi öryggi ríkisins vegna viðburða, tilvika eða ástands sem stofnað geta öryggi stjórnskipunarinnar, ríkisstofnana svo og almennings í hættu. Framangreint tekur til forseta Íslands, Alþingis, ríkisstjórnar, ráðuneytis, dómstóla, ríkissaksóknara og fleiri mikilvægra opinberra eininga sem teljast hluti af innviðum landsins. Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á öryggismálum varðandi opinberar heimsóknir og heimsóknir erlendra sendimanna.

Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á skipulagi öryggisþátta lögreglu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins 16. og 17. maí 2023.

Embætti ríkislögreglustjóra
rls@rls.is     


Lögreglustöðvar eru opnar frá 8:15-16.

Neyðarsími lögreglu og annara fyrstu viðbragðsaðila á Íslandi er 112.