Ísland.is
Leiðtogafundur Evrópuráðsins
Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.
Spurt og svarað
Fundurinn er haldinn í Hörpunni í Reykjavík
Í miðborg Reykjavíkur verður ákveðnum götum lokað að hluta eða í heild sinni vegna fundarins frá því kl 23.00 þann 15. maí til kl. 18.00 þann 17. maí .
Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram því gera má ráð fyrir umferðartöfum vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga – ekki síst flugfarþega.
Tímabil lokana í miðborg eru eftirfarandi
Mánudaginn 15. maí kl. 23:00 hefjast lokanir.
Miðvikudaginn 17. maí kl. 18:00 verður öllum lokunum aflétt.
Laugardagurinn 13. maí til fimmtudagsins 18. maí - styttri lokanir á götum eða akgreinum vegna uppsetningar og frágangs lokunarbúnaðar vegna heimsóknar.
Sjá gagnvirkt yfirlitskort lokana.
Engar almenningssamgöngur verða innan lokaða svæðisins í miðborginni en annars verða almenningssamgöngur samkvæmt áætlun. Sjá nánir upplýsingar á upplýsingavef Strætó.
Hjól rafhlaupahjólaleiganna verða ekki virk innan lokunarsvæði í miðborginni á meðan á lokuninni stendur.
Nánari upplýsingar um áhrif á þjónustu og aðgengi má finna hér á vef stjórnarráðsins.
Íslenska ríkið, og þar af leiðandi íslenska lögreglan, hefur ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja.
Öryggisgæsla er alltaf á ábyrgð þess lands sem viðkomandi er gestkomandi í og tekur mið af alþjóðlegum kröfum við skipulag á fjölþjóðlegum viðburðum af þessari stærðargráðu.
Erlendir þjóðarleiðtogar sem koma í opinberar heimsóknir til Íslands njóta svokallaðs úrlendisréttar. Markmið þessa úrlendisréttar er að tryggja öryggi og friðhelgi gestkomandi þjóðhöfðingja.
Hver þjóðarleiðtogi er með öryggisgæslu miðað við það áhættumat sem hans þjóð vinnur út frá. Það felur það í sér að sumir koma sjálfir með vopnaða lífverði til viðbótar við þá öryggisgæslu sem boðið er uppá. Erlendir lífverðir eru undir stjórn, og í fylgd íslenskra vopnaðra lögreglumanna.
Já. Meirihluti starfsmanna lögreglu koma að skipulagi þessa verkefnis á einn eða annan hátt. Jafnframt er lögregla að fá mikilvægan stuðning til verksins frá Europol, samstarfsaðilum á Norðurlöndunum og víðar. Íslenskir lögreglumenn eru þegar búnir að fá um 10.000 klukkutíma í fjölbreytta þjálfun frá áramótum vegna fundarins. Lögreglan er í stakk búin til að sinna þessu verkefni með sóma og kemur reynslunni ríkari út úr þessum leiðtogafundi, þessi reynsla er verðmæt fjárfestingu í mannauði lögreglu til framtíðar.
Já íslenska lögreglan verður vopnuð á meðan hún sinnir öryggisgæslu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins. Sem betur fer er vopnaburður lögreglu á Íslandi ekki eitthvað sem við erum vön. Við göngumst þó við þessum kröfum og lögreglan er vel undirbúin til þess að taka á móti þjóðarleiðtogum og tryggja öryggi þeirra og almennings á Íslandi.
Hér er að finna reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=70a081a2-6d3f-476d-ac30-78418282f94d
Í 49. gr. segir: Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum þessum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini handa viðkomandi.
Já. Lögreglan hefur til dæmis fengið verðmætan stuðning í formi ráðgjafar m.a. frá sænsku lögreglunni sem kom hingað í heimsókn í vor. . Jafnframt hefur hluti af þjálfun vegna fundarins verið unnin í samvinnu við hin Norðurlöndin.
Erlendir lögreglumenn, flestir frá Norðurlöndum, munu jafnframt koma til landsins og vera lögreglu til stuðnings á meðan fundinum stendur. Hlutverk þeirra eru fjölbreytt en af öryggisástæðum er ekki unnt að skýra frá fjölda þeirra í aðdraganda fundarins.
Íslenska lögreglan á einnig í góðu samstarfi við Europol sem spilar veigamikið hlutverk í öflun upplýsinga til að stuðla að öryggi almennings og gestkomandi þjóðarleiðtoga í aðdraganda fundarins og á meðan á honum stendur.
Já. Hafa beri í huga að vopnaðir erlendir einstaklingar eru alltaf undir stjórn og í fylgd íslenskra lögreglumanna, hvort sem um er að ræða erlend lögreglulið sem er að aðstoða lögreglu eða lífverði þjóðarleiðtoga.
Eins og aðra daga er ávallt verið að endurskoða mat á áhættu vegna voðaverka . Þessi aukni viðbúnaður lögreglu er þó vegna skuldbindinga Íslenska ríkisins til þess að tryggja öryggi gestkomandi þjóðhöfðingja en ekki vegna yfirvofandi hættu á hryðjuverkum. Við skipulag lögreglu er þó horft til aðstæðna í Evrópu, öryggismats einstaka ríkja og upplýsinga frá Europol. Greiningadeild ríkislögreglustjóra mun gefa út sérstakt stöðumat byggt á þessum upplýsingum í tengslum við fundinn.
Á Íslandi ríkir tjáningarfrelsi og allir eiga rétt á að tjá skoðun sína og mótmæla. Hlutverk lögreglu er að sjá til þess að allir geti tjáð skoðanir sínar í samræmi við gildandi lög. Lögregla mælist til þess að fólk sem vill hópa sig saman innan lokaða svæðisins í miðborginni geri það á Arnarhóli á meðan fundinum stendur.
Nær allt starfsfólk lögreglu kemur að þessu verkefni á einn eða annan hátt. Gera má ráð fyrir að viðvera lögreglu í miðborg Reykjavíkur verði mjög sýnileg á meðan fundinum stendur.
Skipulaginu er hagað þannig að verkefni lögreglu í tengslum við Leiðtogafund Evrópuráðsins hafi ekki neikvæð áhrif á nauðsynlega viðbragðsgetu lögreglu á Íslandi. Vaktir lögreglu um allt land eru fullmannaðar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi viðbragð í umdæmunum ef náttúruvá eða annað sem kallar á aukinn viðbúnað á sér stað á meðan fundinum stendur.
Almenningur ætti ekki að verða var við aukið eftirlit á landamærum fyrst um sinn þó að tilkynnt hafi verið um upptöku eftirlits á innri landamærum frá 26. apríl til 24. maí að hámarki.
Lögregla mun bæta við mannskap og auka greiningargetu á landamærum og þó farþegar geti orðið varir við aukið eftirlit á landamærunum í kringum 16. og 17. maí, þegar Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram, ættu langflestir farþegar sem eru að ferðast yfir innri landamæri Schengen svæðisins til Íslands ekki að verða fyrir töfum vegna þessa.
Með þessari aðgerð er ekki verið að gera ráð fyrir að hér verði tekið upp landamæraeftirlit gagnvart öllum farþegum og flugum til landsins, heldur verður slíkt eftirlit einungis tekið upp í þeim tilvikum sem þörf er á, að undangenginni markvissri greiningarvinnu. Eins og áður hefur komið fram í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu um málið.
Sjá upplýsingasíðu Schengen um tímabundið eftirlit á innri landamærum Schengen: https://home-affairs.ec.europa.eu/policies/schengen-borders-and-visa/schengen-area/temporary-reintroduction-border-control_en
Allt drónaflug verður bannað á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins og á svæðinu meðfram Reykjanesbraut. Sjá nánari upplýsingar um lokanir og takmarkanir.
Í miðborg Reykjavíkur verður ákveðnum götum lokað að hluta eða í heild sinni vegna fundarins frá því kl 23.00 þann 15. maí til kl. 18.00 þann 17. maí .
Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram því gera má ráð fyrir umferðartöfum vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga – ekki síst flugfarþega.
Tímabil lokana í miðborg eru eftirfarandi
Mánudaginn 15. maí kl. 23:00 hefjast lokanir.
Miðvikudaginn 17. maí kl. 18:00 verður öllum lokunum aflétt.
Laugardagurinn 13. maí til fimmtudagsins 18. maí - styttri lokanir á götum eða akgreinum vegna uppsetningar og frágangs lokunarbúnaðar vegna heimsóknar.
Sjá gagnvirkt yfirlitskort lokana.