Fara beint í efnið

Ísland.is

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.

Lokanir og takmarkanir - Kort

Í miðborg Reykjavíkur verður afmarkað svæði lokað fyrir allri almennri umferð frá mánudeginum 15. maí kl. 23:00 til miðvikudagsins 17. maí kl. 18:00 vegna fundar Evrópuráðsins.

Svæðið næst Hörpu verður lokað fyrir almenningi á meðan fundinum stendur.

Yfirlitskort lokana 15. til 17. maí má finna hér.

Gera má ráð fyrir umtalsverðum umferðatöfum á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut á þessum dögum en ætla má að mestu áhrifin verði 16. og 17. maí á meðan lögregla fylgir gestum fundarins frá flugvöllum til miðborgar Reykjavíkur.

Hjól rafhlaupahjólaleiganna verða ekki virk innan svæðisins á meðan á lokuninni stendur.

Flug almennra dróna verður með öllu óheimilt í miðborg Reykjavíkur, í kringum flugvelli og meðfram Reykjanesbraut frá 15. maí kl. 08:00 til 18. maí kl. 12:00.

Nánari upplýsingar fyrir íbúa, rekstraraðila og aðra sem þurfa að gera ráðstafanir vegna þessara umferða raskana má finna á heimasíðu Stjórnarráðsins um áhrif leiðtogafundar Evrópuráðsins á almenning.

Upplýsingar um ferðir strætó 15. til 17. maí má finna hér á heimasíðu Strætó.

Kort sem sýnir götulokanir og áhrifasvæði banns við drónaflugi má finna hér fyrir neðan.