Fara beint í efnið

Ísland.is

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.

Um leiðtogafund Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins.

Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu. Lögð verður áhersla á að styrkja starf Evrópuráðsins með grunngildi stofnunarinnar – mannréttindi, lýðræði og réttarríki – að leiðarljósi.

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins en auk aðildarríkja Evrópuráðsins er fulltrúum ESB, Sameinuðu þjóðanna og ÖSE ásamt fleirum boðið að ávarpa fundinn.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Stjórnarráðsins.

rvksummit