Fara beint í efnið

Ísland.is

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.

90A0534

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík. Lögreglan á Íslandi sér um öryggisgæslu vegna fundarins. Um viðamikið verkefni er að ræða og flest starfsfólk lögreglu á Íslandi kemur að skipulaginu á einn eða annan hátt.

Öllum leiðtogum aðildaríkja Evrópuráðsins hefur verið boðið á fundinn. Auk þeirra hefur fulltrúum frá áheyrnarríkjunum fimm, Bandaríkjunum, Páfagarði, Japan, Kanada og Mexíkó, verið boðið að taka þátt á fundinum. Þá hefur leiðtogum Sameinuðu Þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Evrópusambandsins verið boðið, auk þess sem æðstu stjórnendur allra helstu stofnana Evrópuráðsins sækja fundinn.

Meðal markmiða fundarins er að niðurstaða hans skipti raunverulegu máli fyrir Úkraínu og ábyrgðarskylda vegna brota Rússlandshers í Úkraínu verði tryggð. Stefnt er að því að koma á fót tjónaskrá þar sem þau sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum innrásarinnar fá það skráð og síðar bætt, en sömuleiðis verður leitað leiða til að draga þau til ábyrgðar sem framið hafa glæpi í Úkraínu.

Svör við ýmsum spurningum um verkefni lögreglu í tengslum við fundinn má finna á þessari síðu ásamt gagnlegum upplýsingum um tímabundnar götulokanir og aðrar takmarkanir.