Fara beint í efnið

Ísland.is

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík.

Vörulosun innan lokaða svæðisins

15. maí 2023

Allri vörulosun innan lokaða svæðisins skal vera lokið fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. maí

vörulosun

Vegna leiðtogafundarins í Hörpu ítrekum við þessi skilaboð:

Allri vörulosun innan lokaða svæðisins skal vera lokið fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. maí og verður ekki hægt að fá afhentar vörur með bíl innan svæðisins fyrr en eftir kl. 18.00 miðvikudaginn 17. maí.

Ákveðið hefur verið að rýmka þann tíma sem má afhenda vörur í nálægð við lokaða svæðið, á Laugavegi og Skólavörðustíg, til kl. 18 mánudaginn 15. maí. Þess vegna er mælst til að koma þeim skilaboðum til birgja að byrja að afhenda vörur í Kvosinni að morgni 15. maí. Vörulosunartíminn föstudaginn 19. maí hefur jafnframt verið rýmkaður til kl. 18.00.

Ef þörf er á aðfangasendingum inn á svæðið á meðan á lokununum stendur bendum við á að umferð fótgangandi er leyfð og möguleikinn á að nota trillur eða vagna fyrir hendi.