Upplýsingar fyrir sakborninga
Hlutverk verjenda
Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um það sem hann er sakaður um áður en skýrsla er tekin af honum hjá lögreglu.
Meðan á rannsókn lögreglu stendur er verjanda alltaf heimilt að vera viðstaddur þegar tekin er skýrsla af skjólstæðingi hans.
Verjanda er heimilt að tala einslega við sakborning um allt sem málið varðar og á að gæta hagsmuna sakbornings og halda uppi vörnum fyrir sakborning komi til þess að málið fari fyrir dóm.
Hlutverk verjanda er að draga fram í málinu allt sem verða má sakborningi til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans til hins ítrasta.
Verjanda er heimilt að heimsækja sakborning í fangelsi og ræða málið við sakborning á meðan sakborningur er í haldi.
Eftir að ákæra hefur verið gefin út á verjandi rétt á því að vera viðstaddur öll þinghöld í máli og ber dómara að tilkynna honum um þau.
Eftir að dómur hefur fallið í máli er það hlutverk verjanda að leiðbeina ákærða um næstu skref til dæmis um áfrýjun hafi niðurstaða dóms verið sakfelling.
Þagnarskylda hvílir á verjanda um það sem skjólstæðingur trúir honum fyrir um afstöðu sína til brotsins og um önnur þau atriði sem hann hefur komist að í starfi sínu sem verjandi.
Þjónustuaðili
Ríkissaksóknari