Upplýsingar fyrir sakborninga
Áfrýjun til Landsréttar
Einstaklingur sem hefur verið sakfelldur með héraðsdómi getur áfrýjað dómnum til Landsréttar ef:
viðkomandi hefur verið dæmdur í fangelsi,
eða til að greiða sekt,
eða sæta upptöku eigna sem nær áfrýjunarfjárhæð í einkamáli.
Áfrýjun þarf að lýsa yfir í bréflegri tilkynningu sem verður að berast ríkissaksóknara innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, hafi birtingar verið þörf, en annars innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu hans.
Þjónustuaðili
Ríkissaksóknari