Upplýsingar fyrir vitni
Brot tilkynnt til lögreglu
Sá sem telur sig hafa orðið vitni að eða hafa upplýsingar um að lög hafi verið brotin getur leitað til lögreglu hvar sem er á landinu.
Hægt er að koma tilkynningum til lögreglu með margvíslegum hætti. Með því að hringja á lögreglustöð, senda þangað tölvupóst eða mæta.
Oftast er haft samband við lögreglu með því að hringja í 112, ef brot er yfirstandandi eða er nýbúið að eiga sér stað.
Þjónustuaðili
Ríkissaksóknari