Fara beint í efnið

Umhverfismál

Skotvopnaleyfi

Skilyrði og gögn

Almenn skilyrði til að mega sækja skotvopnanámskeið:

  • Að hafa náð 20 ára aldri og hafa ekki verið sviptur sjálfræði.

  • Að hafa ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, vopnalaga eða laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

  • Að hafa nægilega kunnáttu til þess að fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður og vera að öðru leyti hæfur til þess að fara með og eiga skotvopn.

Gögnin sem skila þarf inn til lögreglu ef sótt er um að fara á skotvopnanámskeið:

  • Sakavottorð sem sótt er um hjá lögreglu um leið og gögnum er skilað

  • Læknisvottorð sem er sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis

  • Nýleg passamynd

  • Umsóknareyðublað um þátttöku í skotvopnanámskeiði með undirskrift tveggja meðmælenda

Hafa ber í huga að á mörgum stöðum þarf tilskilin leyfi til veiða og ber veiðimönnum að kynna sér það til hlítar hverju sinni. 

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun