Fara beint í efnið

Skotvopnaleyfi

Að eignast skotvopn

Öll kaup eða innflutningur á vopnum eru háðir leyfi lögreglustjóra. Umsóknir vegna þeirra eru misjafnar eftir tegundum skotvopna og tilgangi og byggjast á reglum um hvern leyfisflokk.

Kaup á skotvopni

Þegar skotvopn eru seld/keypt þarf kaupandi að sækja um svokallaða kaupaheimild, en til að fá slíka heimild þarf kaupandi að vera með réttindi á viðkomandi skotvopn, en þó nokkuð margir flokkar eru til, en mismunandi erfitt er að fá réttindi á hvert og eitt þeirra. Að kaupaheimild fenginni getur viðkomandi síðan keypt söluvopnið, en þegar gengið er frá slíku fyllir seljandi vopnsins út tilkynningu um sölu þess. Þegar sú tilkynning er send, fer hún til lögreglustjóra sem sér til þess að skráning vopnsins á eignalistum sé rétt.

Umsókn um heimild til að eignast skotvopn

Margir gætu þá spurt sig, hvaða hvati er til þess að sannanlega sé gengið frá skráningunni og vopnið skráð á réttan aðila? Hvatinn er sá að lögboðin skylda er á eiganda að varsla vopnsins sé með eðlilegum hætti auk þess sem skotvopn eru dýr varningur. Þannig er bæði hvati fyrir eiganda, að vopnið sé sannanlega skráð eign viðkomandi, en auk þess hvati fyrir seljanda, að vopnið sé ekki lengur á hans ábyrgð.

Skápar

Skotvopnaeigendur skulu geyma skotvopn sín á lögheimili sínu, nema lögregla heimili annað. Skylda er að geyma skotvopn í skotvopnaskápum viðurkenndum af lögreglu. Sama gildir um hljóðdeyfa og alla íhluti skotvopna. Þá skal sömuleiðis tryggt að óviðkomandi hafi ekki aðgang að skotvopnaskápum og því eiga aðrir en eigendur vopnanna ekki að hafa aðgang að lyklum eða vita aðgangsorð að læsingum skápanna.

Um skotvopnaskápa gilda viðmiðunarreglur en þær lúta að því hvernig slíkir skápar skuli vera að gerð. Mikilvægt er að skáparnir séu öruggir og læsing þeirra trygg. Varsla skotvopna er á ábyrgð eiganda þeirra og mikilvægt að skotvopn séu alltaf tryggilega geymd. Þá skulu skotfæri geymd í læstum hirslum, aðskilin frá skotvopnum. Séu skotfæri geymd í skotvopnaskáp þurfa þau að vera í aðskildu, læstu hólfi.

Reglur um vopnaskápa

Inn- og útflutningur skotvopna

Innflutningur skotvopna er miklum takmörkunum háður og segja má að allir innflutningur vopna sé bannaður nema að sérstök undanþága sé gefin út fyrir innflutningi. Vegna þessa þarf að vera ljóst í hvaða tilgangi vopnið sé flutt inn og í hvaða flokk það fer.

Flokkar skotvopna

Til þess að flytja inn skotvopn þarf að sækja um slíkt til lögreglu og gæta þess vel að öll skjöl sem beðið er um séu látin fylgja með til að meðferð umsóknar gangi sem best fyrir sig. Eftir því sem skotvopn er skráð í takmarkaðri notkunarflokk A – B – C – D – S eru fleiri takmarkanir á innflutningi og notkun vopn skilyrtari. T.d. má eingöngu nota D-leyfisskyld vopn á þar til gerðum skotvöllum sem hafa fengið leyfi sem slíkir.

Hér má finna umsóknir um inn- og útflutning skotvopna – bæði fyrir einstakling og síðan lögaðila, t.d. fyrirtæki og íþróttafélög.

Umsókn um alþjóðlegt innflutningsleyfi á skotvopnum og skotfærum til eigin nota

Umsókn um alþjóðlegt innflutningsleyfi á skotvopnum og skotfærum til endursölu

Umsókn um áritun vörureiknings

Umsókn um endurnýjun innflutningsleyfis

Innflutningur skotvopna er takmarkaður við það sem leyft er í íslenskum lögum og verða öll vopn sem flutt eru inn að passa í þá réttindaflokka sem lögin leyfa. Lögreglan hefur sett viðmiðunarreglur um vopn og vopnaíhluti sem leyft er að flytja inn. Þessar viðmiðunarreglur má finna hér að neðan:

Viðmunarreglur um D-leyfisskyld vopn

Grófskammbyssa viðmið

Viðmið .22lr

Viðmunarreglur um skotgeyma

Innflutningur skotgeyma

Tilkynning um sölu skotvopns – seljandi

Umsókn til að versla með skotvopn og skotfæri

Umsókn um endurnýjun til að versla með skotvopn og skotfæri

Þjónustuaðili

Lögreglan