Skotvopnaleyfi
Þeir sem hyggjast stunda almennar skotveiðar hér á landi þurfa að vera handhafar skotvopnaleyfis og veiðikorts.
Til þess að öðlast þau réttindi er farið á tvö námskeið, skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með skotvopna- og veiðikortanámskeiðum um allt land.
Skotvopnanámskeið
Skotvopnanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um skotvopnaleyfi hjá lögreglunni. Ef námskeiðinu er lokið með fullnægjandi árangri getur námskeiðsfari sótt um A-skotvopnaleyfi að því loknu.
Á skotvopnanámskeiðinu er fjallað um lög og reglugerðir sem varða skotvopn, landrétt og veiðirétt, vopn og skotfæri, meðferð skotvopna, öryggismál og fleira.
Fyrirkomulag
Skotvopnanámskeiðin standa að jafnaði yfir 3 daga. Bókleg kennsla fer fram fyrstu tvo dagana og fer bóklegi hluti námskeiðsins að jafnaði fram á tveimur kvöldum (2x4 tímar). Síðara kvöldið endar á skriflegu prófi. Svara þarf minnst 75% réttu á prófinu. Oftast er bóklegur hluti skotvopnanámskeiðsins haldin á fimmtudags- og föstudagskvöldum (kl. 18:00–22:00) nema annað sé tekið fram.
Þriðja daginn sækja nemendur verklega þjálfun á skotsvæði þar sem þeir fá undirstöðuþjálfun í meðferð skotvopna.
Veiðikortanámskeið
Veiðikortanámskeiðið er dagsnámskeið á vegum Umhverfisstofnunar og tekur um sex klukkustundir. Það er að jafnaði kennt síðdegis.
Þar er fjallað um lög, reglur og öryggi, náttúru- og dýravernd, veiðisiðfræði og fleira.
Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör.
Námskeiðsgjöld
Fyrir veiðikortanámskeið: 14.900 kr
Fyrir skotvopnanámskeið: 27.000 kr
Fyrir bæði námskeiðin: 41.900 kr
Listi yfir næstu námskeið
Umsóknarvefur fyrir námskeið
Lög og reglugerðir
Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun