Fara beint í efnið

Að fá skotvopnaleyfi

Unnið er að því að semja við aðila um framkvæmd skotvopnanámskeiða og prófa. Upplýsingar um gang mála kemur til með að vera birtur á vefnum logregla.is á sama tíma og upplýsingar verða uppfærðar hér þegar samningar hafa verið undirritaðir og ljóst hvenær næstu námskeið verða.

Hafa skal í huga að enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Jafnframt má enginn fara á veiðar nema hafa gilt skotvopnaleyfi og hafa meðferðis gilt veiðikort.

Stafrænt skotvopnaskírteini

Stafrænt skotvopnaskírteini

Sækja skírteini í síma

Sækja um námskeið til að öðlast skotvopnaleyfi

Umsókn um endurnýjun skotvopnaleyfis

Hvernig fæ ég skotvopnaleyfi?

Skilyrði fyrir veitingu skotvopnaleyfis:

  • Að hafa náð 20 ára aldri og hafa ekki verið sviptur sjálfræði.

  • Að hafa ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávanabindandi- og fíkniefni, vopnalaga eða laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

  • Að hafa nægilega kunnáttu til þess að fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður og vera að öðru leyti hæfur til þess að fara með og eiga skotvopn.

Ef lögreglustjóri telur, eftir að hafa kannað umsókn og fylgigögn og þau atriði sem hann telur nauðsynleg, að til greina komi að veita umbeðið leyfi skal umsækjandi sækja námskeið í notkun og meðferð skotvopna og standast próf að námskeiði loknu.

Ef upp koma vafamál er tengjast skilyrðum eða fylgigögnum þarft þú að hafa samband við lögregluna í þínu sveitarfélagi.

Um námskeiðið

  • Nemandi þarf að hefja undirbúning a.m.k. tveimur vikum fyrir námskeið.

  • Sækja um leyfi til þátttöku í námskeiði í meðferð skotvopna til lögreglu (sjá hér ofar).

  • Sækja um læknisvottorð vegna skotvopnaleyfa til heimilislæknis.

  • Fá tvo meðmælendur. Það þarf kennitölu þeirra og símanúmer fyrir umsóknina. Þeir þurfa ekki endilega að hafa sjálfir skotvopnaleyfi, en þurfa að vera orðnir tvítugir.

  • Skrá sig á námskeið. Sjá næstu námskeið.

  • Millifæra námskeiðsgjöldin strax við skráningu. Sjá námskeiðsgjöld. Ef umsækjanda er hafnað af lögreglu er hægt að óska eftir endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.

  • Fyrir veiðikortanámskeiðið: Lesa bókina Veiðar á villtum fuglum og spendýrum e. Einar Guðmann.

  • Fyrir skotvopnanámskeiðið: Lesa Skotvopnabókina e. Einar Guðmann.

  • Hvatt er til þess að taka æfingatíma á viðurkenndum skotvelli með leiðsögn frá aðila viðkomandi skotfélags.

  • Verði skráningar á námskeið fleiri en sætafjöldi ganga þeir fyrir sem ganga fyrstir frá greiðslu námskeiðsgjalda og skila gögnum til lögreglu

Hér má finna upplýsingar um tilhögun námskeiðisins

Skoða mína byssueign

Þjónustuaðili

Lögreglan