Hvað veist þú um áætlun um öryggi og heilbrigði?
Hvað veist þú um áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir?
Vertu klár - kannaðu þekkingu þína.
Það er rangt.
Allir vinnustaðir þurfa að hafa skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til fjölda starfsfólks. Áætlunin felur í sér áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir ásamt neyðaráætlun. Tilgangurinn er að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks.
Mælt er með að gerð áætlunarinnar sé samvinnuverkefni atvinnurekenda, stjórnenda og starfsfólks. Áætlunin er lifandi gagn sem má aldrei gleymast ofan í skúffu eða í tölvunni.
Þetta er rangt.
Það er á ábyrgð atvinnurekanda að sjá til þess að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað óháð stærð hans. Mælt er með því að gerð áætlunarinnar sé samvinnuverkefni atvinnurekenda, stjórnenda og starfsfólks. Starfsfólk þarf að vera reiðubúið til að taka þátt í gerð hennar sé þess óskað.
Það er rangt.
Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði gengur út á það að meta áhættuna sem fylgir öllum störfum innan vinnustaða. Þegar matið sýnir að áhætta fylgir starfinu þarf að bregðast við henni og grípa til forvarna til að koma í veg fyrir hana eða draga úr henni. Taka skal fram í áætlun um heilsuvernd og forvarnir til hvaða forvarna hefur verið gripið til.
Þetta er rétt.
Öll á vinnustaðnum bera ábyrgð á að stuðla að öryggi og vellíðan á vinnustað. Stjórnendur ganga á undan með góðu fordæmi en öll bera ábyrgð á hegðun sinni. Sýna ber samstarfsfólki vinsemd og virðingu og virða gildi vinnustaðarins. Þá þarf að virða hlutverk hvers annars ásamt því að fara eftir öryggisreglum vinnustaðarins. Í því felst til dæmis að nota viðeigandi persónuhlífar, eiga í góðum samskiptum við öll á vinnustaðnum og láta stjórnendur vita þegar hlutirnir eru ekki í lagi. Vinnuverndarstarf þarf að vera hluti af daglegri starfsemi vinnustaðarins þannig að starfsfólk upplifi sig öruggt og líði vel í vinnunni.
Þetta er rétt.
Atvinnurekanda ber skylda til að bregðast við slysum og atvikum með því að yfirfara skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Í því felst að fara yfir áhættumatið til að meta hvort nýjar áhættur hafi valdið slysinu eða atvikinu sem og að meta hvaða forvarnir þarf að innleiða til viðbótar þeim sem fyrir voru.
Því til viðbótar er mælt með að gera að minnsta kosti árlega samantekt yfir vinnuslys, óhöpp og atvinnutengda sjúkdóma sem upp hafa komð frá síðustu yfirferð í þeim tilgangi að meta hvort frekari forvarnir eru nauðsynlegar. Slíkar forvarnir geta til dæmis verið fræðsla, endurskoðun eða innleiðing á nýjum verkferlum eða endurmat á hönnun vinnusvæðis. Enn fremur er mælt með að atvinnurekandi fái strfsfólk til liðs við sig til þess að vinna að samantektinni.
Þetta er rangt.
Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað á að vera lifandi gagn sem má ekki gleymast í skúffunni eða tölvunni. Áætlunin felur í sér ferli stöðugra umbóta og hana þarf að endurskoða reglulega í samvinnu atvinnurekanda, stjórnenda og starfsfólks. Í því felst að meta hvort þær forvarnir sem gripið hefur verið til skili enn tilætluðum árangri til varnar þeirri áhættu sem þeim er ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr.
Enn fremur er mjög mikilvægt að þegar breytingar eru gerðar á starfsemi vinnustaðarins, til dæmis verkferlum eða húsnæði, þarf alltaf að meta hvort breytingarnar feli í sér nýjar áhættur sem þarf að bregðast við svo koma megi í veg fyrir slys eða vanlíðan. Þetta er mikilvægt skref til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á mögulegum vinnuslysum eða vanlíðan starfsfólks.
Þetta er rangt.
Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum þarf að kynna fyrir öllu starfsfólki og á ávallt að vera aðgengileg stjórnendum og starfsfólki. Mælt er með að vinnustaðir skoði hvort þörf sé á að hafa hana aðgengilega á öðrum tungumálum en íslensku til að tryggja að öll á vinnustaðnum geti kynnt sér hana. Vinnueftirlitið óskar eftir áætluninni í vettvangsheimsóknum og stafrænum samskiptum.
Sjá nánar í reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum.
Þetta er rangt.
Eingöngu þeir sem hafa fengið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem viðurkenndir þjónustuaðilar mega veita aðstoð við gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Þegar gerð slíkrar áætlunar krefst færni sem enginn á vinnustaðnum hefur yfir að ráða skal atvinnurekandi leita aðstoðar viðurkennds þjónustuaðila. Það getur til dæmis varðað eingöngu sálfélagslega vinnuumhverfið eða vélar og tæki.
Á vefsíðu Vinnueftirlitsins er listi yfir viðurkennda þjónustuaðila.