Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
29. nóvember 2023
Þáttastjórnendur Samfélagsins á Rás 1 hafa heimsótt Þjóðskjalasafn reglulega frá því í febrúar á þessu ári til þess að kynnast starfsemi þess og safnkosti.
17. nóvember 2023
Frá og með 1. janúar 2024 munu stjórnsýsla og stofnanir Reykjavíkurborgar skila skjölum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands.
16. nóvember 2023
Hátt í hundrað hillumetrum af skjölum Grindavíkurbæjar var komið í skjól í aðgerð sem skipulögð var af Þjóðskjalasafni Íslands og bæjarstjórn Grindavíkur í samráði við Almannavarnir.
10. nóvember 2023
Eitt af markmiðum Þjóðskjalasafns samkvæmt stefnu þess er að auka aðgengi að safnkosti með því að miðla honum á aðgengilegan hátt með stafrænum hætti.
7. nóvember 2023
Á haustmánuðum heimsótti Karen Sigurkarlsdóttir, starfsmaður Þjóðskjalasafns Íslands, ríkisskjalasöfn Danmerkur og Svíþjóðar á vegum NORUT, Norrænna starfsmannaskipta, sem Norræna ráðherranefndin styrkir.
23. október 2023
Dagana 9.-13. október síðastliðinn fór fram þing Alþjóða skjalaráðsins (ICA) í Abu Dhabi. Þingin, sem haldin eru á fjögurra ára fresti, sækja skjalaverðir, skjalastjórar og háskólafólk alls staðar að úr heiminum til að ræða sameiginlegar áskoranir og verkefni.
18. október 2023
Á undanförnum árum hefur Þjóðskjalasafn unnið að samstarfsverkefni sem styrkt hefur verið af Uppbyggingasjóði EES. Verkefnið heitir: Loaded – Open. Digitisation, Accessibility and Educational Use of Art Collections in Memory Institutions og felst meðal annars í því að miðla myndrænu efni til notkunar í margskonar fræðslu og kennslu.
12. október 2023
Dagana 5.-6. október fóru fram fundir þjóðskjalasafna Evrópu í Madrid sem Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður sóttu.
Þjóðskjalasafn Íslands mun bjóða upp á röð námskeiða í vetur eins og venja hefur verið undanfarin ár.
3. október 2023
Fjölmenni sótti rannsóknadag Þjóðskjalasafns 28. september, sem að þessu sinni var helgaður þjóðlendurannsóknum og útgáfu þriðja bindis Yfirréttarins.