Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Evrópskt samstarf

12. október 2023

Dagana 5.-6. október fóru fram fundir þjóðskjalasafna Evrópu í Madrid sem Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður sóttu.

eag-hopmynd-vef

Dagana 5.-6. október fóru fram fundir þjóðskjalasafna Evrópu í Madrid sem Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður sóttu. Um var að ræða fundi European Archives Group (EAG) sem er samstarfsvettvangur skjalasafna á vegum Evrópuráðsins, European Board of National Archivists (EBNA) sem er samstarfsvettvangur evrópskra þjóðskjalavarða og Archives Portal Europe Foundation (APEF) sem er samstarfsverkefni skjalasafna í fleiri en 30 Evrópulöndum um rekstur sameiginlegrar skjalaskrár. Á fundi EAG var m.a. rætt um notkun gervigreindar í skjalasöfnum og um hlutverk skjalasafna í samfélaginu. Meginefni EBNA fundarins voru skjalakröfur og sameiginlegur menningararfur og flutti Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, erindi um verkefni sérfræðihóps Alþjóða skjalaráðsins sem hann stýrir um efnið. Á fundi APEF var rætt um stefnu verkefnisins sem hefur verið í mótun og þar kom einnig fram að Þjóðskjalasafn Íslands hefði nýlega orðið fullur meðlimur í verkefninu en það hefur hingað til aðeins lagt til efni í skjalaskrána.

Fundir sem þessir eru tvisvar á ári og eru gestgjafar hverju sinni það Evrópuríki sem fer með forsetavald Evrópusambandsins. Fundirnir eru mikilvægur vettvangur til að ræða sameiginleg mál skjalasafna í Evrópu og vinna að sameiginlegum verkefnum.