Innskráning fyrir alla
Um Innskráning fyrir alla
Innskráningarþjónusta Ísland.is býður örugga innskráningu á vefkerfi opinberra aðila.
Innskráningarkerfið er byggt upp á þeirri hugmyndafræði að það er alltaf einstaklingur sem auðkennir sig með rafrænum skilríkjum og mun því ekki deila sameiginlegum aðgangi. Það að einstaklingurinn sé alltaf auðkenndur er mikilvægt upp á öryggi og rekjanleika.
Innskráning fyrir alla er í boði fyrir opinbera aðila sem flokkaðir eru sem A-hluta stofnanir og eru ekki í samkeppnisrekstri, auk sveitarfélaga. Einkaaðilum ásamt opinberum félögum (ohf) sem teljast að hluta til starfa á samkeppnismarkaði af einhverju tagi stendur þjónustan ekki til boða.
Innskráning fyrir alla - myndband á YouTube
Stafræna spjallið, Innskráning fyrir alla - Myndband á YouTube

Innskráning með rafrænum skilríkjum
Notandinn getur valið úr þremur leiðum til að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum:
Rafrænum skilrikjum í síma. Sjá nánar hvernig sótt er um rafræn skilríki í síma.
Með auðkennisappinu en það gerir notendum kleift að auðkenna sig á þægilegan og einfaldan máta. Sú auðkenning krefst ekki íslensks símkorts sem getur verið hentugt t.d. fyrir Íslendinga í útlöndum sem eru ekki lengur með íslenskt símkort. Sjá nánar hvernig sótt er um auðkennisappið.
Auðkenning með skilríki á korti. Notandi tengir auðkenniskortið við tölvuna sína og getur þannig auðkennt sig inn. Sjá nánar hvernig sótt er um skilríki á korti.
Innskráning fyrir hönd annarra
Þegar einstaklingur hefur auðkennt sig, sækir kerfið þær heimildir sem notandinn hefur fyrir vefsvæðið sem hann er að skrá sig inn í. Með því getur notandinn skráð sig inn fyrir hönd:
Fyrirtækis
Prókúrutengsl fyrirtækja eru sótt til Skattsins.Barna sinna
Foreldrar og forsjártengsl eru sótt til Þjóðskrár sem skilar þeim börnum sem viðkomandi hefur forsjá fyrir.Einstaklinga með persónulegan talsmann
Upplýsingar um persónulega talsmenn fólks með fötlun eru sóttar til sýslumanna.Þess sem hefur gefið umboð
Notendur geta gefið öðrum aðilum umboð til að skoða gögnin sín í gegnum Mínar síður Ísland.is. Haldið er utan um þau umboð í grunni Stafræns Íslands.
Lesa má nánar um innskráningu fyrir hönd annarra með því að kynna sér umboðskerfið.
Skilmálar
, auk tengdra samninga og viðauka, mynda samkomulag þjónustuveitanda og þjónustuþega um þjónustuna. Með því að nota þjónustuna samþykkir þjónustuþegi skilmálana.