Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Ísland.is samfélagið

Ísland.is samfélagið er vettvangur og verkfærakista fyrir stafræna vegferð opinberra aðila og fjölmarga samstarfsaðila þeirra. Hér mætast einstaklingar með mismunandi bakgrunn og starfssvið til að fræðast um mismunandi hlutverk og ábyrgð innan Ísland.is samfélagsins.

Hér er að finna upplýsingar á fjölbreyttu formi um markmið, hlutverk og sögu Stafræns Íslands ásamt verkferlum varðandi efnisvinnslu, hönnun og aðgengi. Þá er hér aðgangur að þróunar og tæknistefnu Ísland.is og allt um það hvernig á að þróa hugbúnað með Stafrænu Íslandi. Stafræni skólinn býður upp á námskeið í stafrænni færni og Stafræna spjallið sýnir fróðleik um stafræna umbreytingu á mannamáli.