Stafræni skóli Ísland.is heldur námskeið fyrir samstarfsaðila Stafræns Íslands. Markmiðið er að valdefla starfsfólk stofnana og undirbúa teymi fyrir verkstýringu stafrænna verkefna.
Efnisyfirlit
Hvað er Stafræni skólinn?
Stafræni skólinn miðlar þekkingu og stuðlar að símenntun í stafrænni þróun fyrir starfsfólk opinberra aðila og hraðar þannig stafrænni vegferð hins opinbera. Markmiðið er að valdefla starfsfólk stofnana og undirbúa teymi fyrir verkstýringu stafrænna verkefna. Sömuleiðis er námskeiðunum ætlað að samræma vinnubrögð og styrkja Ísland.is samfélagið.
Nánari upplýsingar um námskeið Stafræna skóla Ísland.is ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir alla þá sem koma að Ísland.is samfélaginu verða kynntar nánar í haust.
Námskeið í boði
Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem vinna að efnivinnslu fyrir Ísland.is.
1,5 klukkustunda námskeið - haldið rafrænt.
Námskeiðið er haldið mánaðarlega.
Námskeiðið byggir á aðgengis- og efnisstefnu Ísland.is ásamt kynning og grunn kennslu á vefumsjónarkerfið Contentful.
Æskilegt að allir sem skrifa efni á Ísland.is fari árlega í upprifjun.
Námskeiðið er ætlað opinberu starfsfólki í að stilla upp umsóknum í Umsóknarkerfi Ísland.is.
1,5 klukkustunda námskeið með raunhæfu verkefni.
Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk stofnana sem leiða stafræn verkefni.
Eins dags námskeið - haldið utan stofnunar.
Námskeiðið byggir á raunhæfu verkefni – haldið utan stofnunar.
Í lok námskeiðs munu þátttakendur:
Þekkja betur hvað felst í stafrænni þróun og eiga aðveldara með að koma auga á þau tækifæri sem henni fylgja.
Aukin færni til að verkstýra stafrænum verkefnum.
Þekkja algeng atriði og hindranir sem koma í breytingarferlinu.
Fengið tækifæri til að máta fyrirhugaðar breytingar við sitt fagsvið.
Námskeiðið er hugsað fyrir sjálfstæða ráðgjafa, skilastjóra og vörustjóra innan stofnana.
3ja daga námskeið - haldið utan stofnunar.
Námskeiðið er sett saman útfrá reynslu af fyrri verkefnum og farið yfir helstu atriði sem koma upp í stafrænum verkefnum. Farið er meira á dýptina á einstaka atriðum og tækninni bakvið Ísland.is en gert er í námskeiðinu stafrænn leiðtogi.
Efnistök námskeiðs:
Stefna og hugmyndafræðin Ísland.is
Kynningu á kjarnaþjónustum Ísland.is, hvernig þær virka og vinna saman og nýtast sem verkfæri við að að veita stafræna þjónustu
Stafræn verkefnaferli, hvað bera að hafa í huga, tékklistar sem gott er að vinna með.
Samstarf milli stofnunar, útboðsteyma og Stafræns Íslands. Hver gerir hvað og hvar liggur ábyrgðin.
Tæki og tól sem styðja við stafræna þjónustu.
Lykilhugtök hugbúnaðarþróuna og svo sem fyrsta útgáfa (MVP), mat á áhrifum persónuverndar, þróun framundan í rafrænum skilríkjum og fleira.
Greining þjónustuferla
Í lok námskeiðs munu þátttakendur:
Þekkja betur hvað felst í stafrænni þróun og eiga aðveldara með að koma auga á þau tækifæri sem henni fylgja.
Færni til að verkstýra stafrænum verkefnum, vegvísis- og greiningarvinnu.
Þekkja algeng atriði og hindranir sem koma í breytingarferlinu.
Fengið tækifæri til að máta fyrirhugaðar breytingar við sitt fagsvið.
Sendu póst á island@island.is til að fá upplýsingar um næstu námskeið.