Áhrifavaldar
Leiðarljós Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar er upplifun notenda lykilatriði. Viltu vera áhrifavaldur á stafræna þjónustu hins opinbera og taka þátt í að prófa tæknilausnir Stafræns Íslands áður en þær eru gefnar út?
Efnisyfirlit
Viltu vera áhrifavaldur á stafræna þjónustu hins opinbera og taka þátt í að prófa tæknilausnir Stafræns Íslands áður en þær eru gefnar út?
Leiðarljós Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar er upplifun notenda lykilatriði. Þess vegna leitar Stafrænt Ísland áhrifavalda sem eru viljugir að rýna nýjar stafrænar lausnir og þjónustu.
Með því að gerast áhrifavaldur færð þú tækifæri til að hafa áhrif á þróun stafrænnar þjónustu hins opinbera.
Hvernig virkar þetta?
Þú skráir þig sem áhrifavald með nafni, netfangi og kennitölu í formið hér neðar.
Allir sem skrá sig geta tekið þátt. Þó eru ekki allar þjónustur sem eiga við um alla. Til dæmis gætu höfuðborgarbúar ekki prófað breytingar á Loftbrú.
Þegar ný stafræn þjónusta er tilbúin í rýni áhrifavalda er sendur tölvupóstur á hópinn.
Áhrifavaldar prófa stafrænu þjónustuna og svara tölvupóstinum með athugasemdum um það sem virkar vel sem og það sem mætti bæta.
Stafræn þjónusta er þróuð áfram í framhaldi af endurgjöf frá áhrifavöldum.
Stafræn þjónusta er gerð aðgengileg almenningi.
Áhrifavaldur getur hvenær sem er hætt þátttöku með því að senda tölvupóst á island@island.is.
Gerast áhrifavaldur Stafræns Íslands
Hvað er verið að prófa?
Öll stafræn þjónusta hins sem Stafrænt Ísland er að þróa í samstarfi við opinbera aðila.
Áhrifavaldar eru raunverulega að sækja þá opinberu þjónustu sem óskað er eftir rýni á en ekki í prufuumhverfi nema annað sé tekið fram.
Stafræna þjónustuferla eins og umókn um hvers kyns opinbera þjónustu.
Nýjungar á Ísland.is eða í Ísland.is appi.
Upplýsingar sem ættu að birtast í Ísland.is appi og/eða á Mínum síðum Ísland.is.
Ný virkni á Ísland.is eða nýjar stofnanasíður
Hvort upplýsingagjöf sé nægjanleg eða ábótavant
Ýmislegt tilfallandi
Athugið að ekki á alltaf öll þjónusta alltaf við alla en engu að síður væri allur hópur áhrifavalda alltaf látinn vita. Dæmi um slíkt er stafræn umsókn um fæðingarorlof sem er aðeins aðgengileg verðandi foreldrum og afsláttarkjör í Loftbrú er aðeins aðgengilegur fólki sem býr á ákveðnum svæðum.
Afhverju þarf tölvupóst?
Þegar kemur að því að prófa nýja stafræna þjónustu er sendur tölvupóstur á hóp áhrifavalda.
Afhverju þarf að skrá kennitölu?
Áhrifavaldar fá aukin réttindi sem tengd eru kennitölum. Þetta er gert með falinni virkni (Feature Flagging) sem krefst auðkenningar og er aðeins aðgengileg forskráðum áhrifavöldum.