Fara beint í efnið

Hönnun

Hönnunarkerfi Ísland.is auðveldar okkur að setja nýja þjónustu í loftið á stuttum tíma, og einfaldar rekstur og viðhald stafrænnar þjónustu hins opinbera til muna. Kerfið er opið öllum sem vilja skoða.

Efnisyfirlit

Hönnunarkerfi

Hönnunarkerfi Ísland.is er ætlað að samræma nálgun í hönnun mismunandi hluta verkefnisins. Heildarsamræmi í hönnun er mikilvægt fyrir notendaupplifun; bæði ánægju og skilvirkni, en ekki síður til að skapa traust.

Hönnunarkerfið er opið öllum sem vilja skoða, það er aðgengilegt í Figma. Jafnframt viðhöldum við einingasafninu Ísland UI sem er okkar útfærsla á hönnunarkerfinu í React.

Hönnun Ísland.is

Aðgengileg og aðlaðandi

Hönnun þarf að vera skýr, einföld og aðgengileg. Hún þarf að standast aðgengisstaðla, en við viljum líka hafa viðmótið aðlaðandi vegna þess að útlitið hefur áhrif á upplifun notandans af þjónustunni.

Einfaldleiki

  • Gagnsæi í viðmóti

  • Skýr skilaboð, skýr virkni

  • Endurtekin mynstur

Við reynum að halda samræmi í viðmóti og notendaflæði, og notum sama mynstur í viðmóti fyrir samskonar aðgerðir. Þeim mun færri mynstur því betra, án þess þó að það komi niður á notendareynslu fyrir hvert og eitt tilfelli.

Efnið fyrst

Við reynum eftir fremsta megni að láta efnið stjórna hönnuninni. Við tökum ákvarðanir á forsendum efnisins og þarfa notandans hvað það varðar.

Hönnun (sérstaklega þjónustuhönnun) byggir að miklu leyti á texta. Þess vegna skiptir máli að vinna með texta sem hefur merkingu, ekki lorem ipsum eða annan uppfyllitexta.

Lógó Ísland.is

Merki Ísland.is

Hlaða niður lógóinu

Fleiri útgáfur af lógóinu og reglur um notkun þess eru aðgengilegar í Figma.