Fara beint í efnið

Saga Stafræns Íslands

Hér er rakin saga Stafræns Íslands þar sem stiklað er á stóru og tekin viðtöl við ýmsa aðila sem komu að vegferð og uppbyggingu Ísland.is

Efnisyfirlit

StafræntÍslandSamfélagið

1. Inngangur Stafrænt Ísland

Það þarf að skilja fólk, skilja dínamíkina og átta sig á því af hverju eitthvað er að stoppa og staðna. Það er einhver ástæða, spyrja spurninga og svo reynir maður bara að leysa vandamálin.

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns íslands.

Island femstu rod evropukeppni heimsmeistarakeppni

2. Forsagan að Stafrænu Íslandi

Við sáum að nýja nálgun þyrfti til að koma málum í verk. Það fyrirkomulag sem valið var hefur gefist vel. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi lítur það skýrri forystu og það er enginn umboðsvandi. Í öðru lagi var lagt upp með þetta þannig að við myndum ekki ætla öðrum ráðuneytum að taka þátt í fjármögnuninni nema með einhverju mjög takmörkuðu leyti verkefna. Það bara blasti við að það væri svo mikið af verkefnum að við þyrftum ekki að fara í að skrifa einhverjar grænbækur eða hvítbækur eða miklar áætlanir áður en nokkuð gæti gerst. Það væri einfaldlega bara hægt að fara í verkefnin.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

einfold markmid stafraen thjonusta

Við settum fá og einföld markmið. Helst ber að nefna að stafræn samskipti yrðu aðalsamskiptaleiðin og því næst að komast í fremstu röð þjóða í þessum málum. Það er mjög mikilvægt að halda áfram á þessari braut.

Sigurður H. Helgason fyrrum skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Núverandi forstjóri Sjúkratrygginga.

3. Stafræn opinber þjónusta verður til

Ég setti fram framtíðarsýn um Stafrænt Ísland, framþróun tæknimála á Íslandi og markmið um að komast í 1. sæti alþjóðlegra mælikvarða. Íslenskt samfélag hefur alla burði til þess. Við erum með öll hráefnin til staðar. Við erum með þekkingu hjá fólkinu og við getum unnið hratt ef við fjárfestum í verkefnum. Það var bara mitt markmið að byggja á þessu og við höfum sýnt að það er hægt er að ná árangri hratt og örugglega. 

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns íslands.

4. Stafrænir innviðir og samrekstur

Snemma í þessu ferli þá reyndum við að áætla ávinninginn af þessu öllu saman og við teljum alveg augljóst að við erum með stafrænum lausnum að spara marga milljarða á ári. Ég hef alla tíð sagt um þetta verkefni að það snúist í grunninn minna um að spara peninga og miklu meira snýst þetta um það að að viðhalda eða efla traust og tiltrú á stjórnkerfinu...

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

stafraent island avinningur okkar allra

5. Ávinningur af Stafrænu Íslandi

Helsti lærdómurinn er að ótrúlegir hlutir geta gerst þegar fólk leyfir sér að opna huga sinn.

Sigurður H. Helgason fyrrum skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Núverandi forstjóri Sjúkratrygginga.

6. Stafræn hæfni og þekking myndast

Markmiðið var að bæta þjónustu og rekstur. Bætt þjónusta hefur samt alltaf verið útgangspunkturinn í öllu hagræðið sem felst af betri þjónustu fylgir svo á eftir.

Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála-og efnahagsráðuneytinu.

7. Stafrænt samfélag til framtíðar

Áfangar í sögu Stafræns Íslands